Söngkeppni Samfés á Dalvík

Undanúrslit Söngkeppni Samfés – íþróttamiðstöðin á Dalvík
Föstudaginn 28. janúar 2011

Staður:
Íþróttamiðstöðin v. Sundlaug Dalvíkur.

Tímasetningar:
Æfingar 16:00 – 18:00 – Sjá tímasetta æfingatöflu neðar.
Söngkeppnin sjálf hefst kl. 19:00 (opnað inn 18:30) og er áætlað að hún standi amk. til 20:45 með hléi. Kynnir er Siggi Gunn (sami kynnir og í fyrra).
Diskó að því loknu til kl. 23:00. Doddi Mix sér um fjörið.

Veitingasala opnar í íþróttamiðstöðinni kl. 16:00 á föstudeginum.

Pizzur, nammi og gos. Aðeins er tekið við reiðufé.

Matarmál:
Við gerum ráð fyrir að hóparnir sjái sjálfir um mat til að hver geti haft þetta með sínu nefi. Við erum tilbúin að aðstoða ykkur með tilboð ef að þið óskið eftir því. Hér eru tvær sjoppur og tveir pizzustaðir.

Umgengni , hegðun

  • Höfum í heiðri helstu reglur sem gilda á Samfésviðburðum – áróður gegn tóbaki, áfengi og það allt. Þarf ekki að tíunda það nánar.
  • Pinnahælar verða ekki leyfðir í sal !!
  • Frá keppni og til loka balls er óheimilt að yfirgefa staðinn nema að menn ætli sér ekki inn aftur. Í raun er engum heimilt að fara nema með leyfi forsvarsmanns félagsmiðstöðvar. Húsið lokar þegar keppnin hefst þannig að við biðjum alla að vera tímanlega…eða að öðrum kosti láta vita ef tafir eru á ferðum manna.

Orkudrykkir eru ekki leyfilegir á söngkeppninni eða ballinu.

Miðasala:
Miðasala fer fram í félagsmiðstöðvum, láta þarf vita sem fyrst um fjölda en í síðasta lagi á fimmtudag, 27. janúar. Ekki verður selt inn við dyrnar. Ekki er selt sérstaklega inn á ball eða söngkeppni. Fararstjórar og keppendur greiða ekki þátttökugjald.
Forráðamenn félagsmiðstöðvanna geta sótt miða við komu að íþróttamiðstöð frá kl. 18:00. Kjartan verkefnisstjóri í Pleizinu afhendir í andyri.


Mórölsk innræting – skapa samstöðu

Samgleðjumst þeim sem komast áfram í aðalkeppnina. Það eru allir sigurvegarar sem stíga á stokk og keppnin er hörð og vafalaust góð sbr. undanfarin ár. En á endanum komast því miður ekki allir áfram þótt fleiri ættu erindi í aðalkeppnina.
Minni á að afstaða og sjálfstjórn starfsmanna skiptir miklu máli og er mikilvægt að við sem fyrirmyndir sýnum stillingu í hita leiksins.

Æfingaplanið :

Tímar miða við það að þeir sem koma lengst að séu aftast í planinu.
Ath. Keppnisröð verður tilkynnt á æfingatíma á föstudaginn.

Dalvík kl. 16:00
Ólafsfjörður kl. 16:10
Undirheimar kl. 16.20
Himnaríki kl. 16.30
Dimmuborgir kl. 16.40
ITA kl. 16.50
Trója kl. 17:00
Hyldýpi Hrafnag. kl. 17.10
Sauðárkrókur kl. 17.20
Skagaströnd kl. 17.30
Hvammstangi kl. 17.40

Undankeppni Samfés verður í kvöld

Söngkeppni Hrafnagilsskóla verður í kvöld en keppnin er undankeppni skólans fyrir Norðurlandsundankeppni Samfés vem verður á Dalvík.

Keppnin hefst kl. 20:00 og lýkur um kl. 21:00 eftir keppnina er ball sem er til kl. 23:30 Ekið verður heim að balli loknu.