Nokkur atriði varðandi andvökunótt nk. föstudag.

Næstkomandi föstudag verður andvökunótt á vegum félagsmiðstöðvar.  Andvökunóttin hefst kl. 20:00 og stendur í 12 klst. eða til kl. 8:00 á laugardagsmorgninum.

Það kostar ekkert á andvökunóttina sjálfa en þar sem þetta er 12 klst. langur viðburður þarf að gera ráð fyrir mat.  Fyrir þá sem vilja verða pantaðar pizzur frá Greifanum.  Það geta verið tveir og tveir saman í pizzukaupum.  Sjoppan verður opin og þar er hægt að kaupa gos og sælgæti.  Pizzukaup eru skráð á heimasíðu Hyldýpis – unglingar.krummi.is . Öll verð eru að finna í skráningarforminu.

Það sem þið þurfið að hafa í huga fyrir andvökunóttina (fyrir utan það að fara snemma að sofa á fimmtudag) er að:

  • hafa með sér hlýjan fatnað til að vera við varðeldinn. Fínt að taka með sér teppi.
  • hafa með sér aukaföt fyrir fatasundið og handklæði. Mjög mikilvægt er að þau föt sem fara í sundlaugina séu hrein íþróttaföt og fatnaður sem litar ekki sundlaugina. Klórið í lauginni getur skemmt föt og því hvetjum við ykkur að nota íþróttaföt sem orðin eru aðeins of lítil eða léleg.  Engin ábyrgð er borin á fatnaði.
  • Greiða fyrir pizzukaupin í allra síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag.
  • Krakkar sem ekki eru í Hrafnagilsskóla hafa ekki leyfi til að koma á andvökunótt. 
  • taka með sér orku, góðar hugmyndir, mikið af góðu skapi og ótakmarkaða lífsgleði J.

 

Foreldrar þurfa að sækja kl. 8:00 að morgni laugardags.  Þar sem þetta er langur viðburður og bæði starfsfólk og þið orðin þreytt um morguninn er mikilvægt að þau séu sótt á réttum tíma.  Hvetjið foreldra til að sameinast með akstur.

Starfsmenn andvökunætur verða:

  • Hans Rúnar Snorrason, gsm 860-2064
  • Þóra Vikingsdóttir, gsm 857-1919