Söngkeppni félagsmiðstöðva Norðurlands

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi verður haldin á Ólafsfirði þann 25. janúar. Rúta fer frá Hrafnagilsskóla klukkan 17:30. Söngkeppnin hefst klukkan 19:00, eftir hana er ball en því lýkur klukkan 23:00.

Veitingasala verður á staðnum sem selur pítsur nammi og gos.

Rúta fer heim strax að balli loknu. Þar sem aðeins um eina rútu er að ræða keyrir hún Eyjafjarðarhringinn.

Áfengis-og tóbaksneysla er óheimil líkt og á öllum viðburðum félagsmiðstöðvanna svo og neysla orkudrykkja. Það verður mjög strangt tekið á því ef þessar reglur eru brotnar.

Kostnaður vegna fararinnar er kr.3000.- innifalið í því er aðgöngumiði á söngkeppnina, ball og rúta.

Reglur Samfés um klæðaburð:

  • Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær EKKI niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggins sem ná niður á ökkla (s.s. hjólabuxur ekki í lagi).
  • Varast skal að klæðast of flegnum bolum eða kjólum.
  • Ekki er leyfilegt að vera með skyrtur alveg fráhnepptar né að vera ber að ofan.
  • Vanda skal val á skóm og beita skynseminni í þeim efnum.

Með kveðju

Ingólfur Stefánsson og Ingibjörg Isaksen
S. 659-1196 – 895-9611
ingolfur@akureyri.is
bibi@krummi.is