Samfestingur 2014 – ferðatilhögun

Sæl verið þið.

Þessi póstur er sendur á alla foreldra á unglingastigi Hrafnagilsskóla. Foreldrar unglinga sem ekki eru að fara á Samfesting í Reykjavík um næstu helgi þurfa ekki að lesa lengra.

 

Hér kemur ferðatilhögun Samfestings 2014. Athugið að tímar eru eingöngu til viðmiðunar. Þeir sem ekki koma með okkur suður verða að vera komnir í Frostaskjól kl. 17:45. Heildarkostnaður ferðainnar er 14.000 kr. Þeir sem fara aðra leið með rútu greiða fullt gjald í rútuna (5.000 kr.).

 

Ferðakostnað þarf að greiða fyrir þriðjudag. Muna að tilgreina fyrir hvað og hvern er verið að greiða (t.d. Samfestingur – Jón Smári).
Reikningsnúmerið er: 566-26-5560
Kennitala: 410191-2029

Gengið er út frá því að þeir sem fara með okkur suður og/eða fara með okkur á ballið gisti með okkur í Frostaskjóli.  Ef einhver gistir annars staðar í borginni verða foreldrar að hafa samband við okkur og staðfesta það.
Rútan fer frá Hrafnagilsskóla á föstudag og kemur að Hrafnagilsskóla á laugardagskvöldi. Foreldrar þurfa því að koma unglingum sínum í skólann á föstudag og sækja á laugardagskvöld þar sem ekki er gert ráð fyrir heimkeyrslu.

Fararstjórar eru:
Hans Rúnar Snorrason – GSM: 8602064
Inga Björk Harðardóttir: GSM: 8621094
Jón Óðinn (Ódi) Waage: GSM: 8985558

Hér kemur svo nánari tímaáætlun.

Föstudagur 7. mars:
Kl. 09:00 Brottför frá Hrafnagilsskóla. Vera komin vel fyrir !
Kl. 13:00 Miðdegisverður í Borgarnesi, Quiznos.
Matseðill, allir að velja sér áður en farið er
af stað: http://www.quiznos.is/pages/batar.html
Kl. 15:00 Komið til Reykjavíkur.
Gist er í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli.
Byrjum á að koma farangri fyrir og
förum síðan í sund.
Kl. 16:30 Vestubæjarlaug allir gera sig klára fyrir ballið.
17:00 Borðum pizzu í félagsmiðstöðinni fyrir keppni.
Kl. 18:30 Mæting í Laugardalshöll.
Kl. 19:00 Ballið byrjar.
Kl. 23:00 Ballið endar.
Kl. 23:30 Kvöldnasl – Frjálst val í Hagkaup (kaupa einnig morgunmat)
Laugardagur 8. mars:
Kl. 08:30 Morgunmatur.
Kl. 09:00 Farið í sund í Vesturbæjarlaug.
Kl. 10:00 Gengið frá Frostaskjóli. Farið í Kringluna, frjáls tími fram til kl. 12:00
Kl. 12:15 Brottför úr Kringlunni.
Kl. 12:30 Mæting í Laugardalshöll.
Kl. 13:00 Söngkeppni byrjar.
KL. 16:00 Söngkeppni endar.
Kl. 16:30 Miðdegisverður, KFC.
Kl. 22:30 Heimkoma.

Comments Closed