Skráning á Samfesting 2014 í Reykjavík

Nú fer að líða að suðurferð á hina vinsælu söngkeppni SamFestinginn.  Um er að ræða annars vegar ball sem haldið er föstudagskvöldið 7. mars og hins vegar söngkeppnina sem verður laugardaginn 8. mars.  Haldið verður heim að keppni lokinni.

Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í fyrra.  Óðinn (faðir Birkis) og Inga kona hans munu vera fararstjórar en þau fylgdu hópnum einnig í fyrra.
Farið verður frá Hrafnagilsskóla á föstudagsmorgni og komið aftur að kvöldi laugardags.  Gist verður í Frostaskjóli líkt og í fyrra.  Reynt verður að halda kostnaði niðri eins og hægt er. Til viðmiðunar má nefna að kostnaðurinn í fyrra var 16.000kr. innifalið í því var aðgöngumiði á söngkeppnina,tvær máltíðir, morgunmatur, ball, gisting og rúta.
Við höfum fengið 30 miða úthlutaða og erum á biðlista fyrir 10 í viðbót. Reglan hefur verið sú undanfarin ár að 9. og 10. bekkur ganga fyrir en auðvitað munum við reyna okkar allra besta til að allir komist sem vilja.
Á morgun verður skráningaform sett inn á netið þar sem krakkarnir geta skráð sig.
Áfengis-og tóbaksneysla er óheimil líkt og á öllum viðburðum félagsmiðstöðvanna svo og neysla orkudrykkja. Það verður mjög strangt tekið á því ef þessar reglur eru brotnar.
Skráning fer fram með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Athugið að skráning verður að vera komin fyrir miðvikudaginn 12. febrúar nk.
Þetta er langstærsti viðburður fyrir unglinga á Íslandi.  Þarna mæta flestar félagsmiðstöðvar landsins og saman verða komnir um 4000 unglingar.  Gæsla og eftirlit á staðnum er mjög gott en sem dæmi má nefna að það er rúmlega 1 starfsmaður á hverja 15 unglinga.
Athugið að vetrarfrí skólans er 5.-7. mars nk.

Ég hef fengið leyfi foreldra og ætla að skrá mig í suðurferðina

Comments Closed