Skráning á Samfesting 2015 í Reykjavík

SamFestingurinn 2015 fer fram dagana 13. – 14. mars í Laugardalshöllinni.

Viðburðurinn verður með nokkuð hefðbundnu sniði, þ.e. fer fram á svipaðan hátt og undanfarin ár. Dansleikur/tónleikar verða haldnir á föstudeginum 13. mars frá kl. 19-23 og svo söngkeppnin laugardaginn 14. mars frá kl. 13-16.

Vegna fjöldatakmörkunar miða er þessi ferð einungis ætluð 9. og 10. bekk.  Ástæðan er að miðafjöldi er takmarkaður á þennan viðburð og hefur okkur alltaf reynst erfitt að fá nægilega marga miða.

Rúta fer frá Hrafnagilsskóla klukkan 10:00, föstudaginn 13. mars. Foreldrar þurfa því að sækja um leyfi frá skóla fyrir börnin sín eftir kl. 10 á föstudag.

Gert er ráð fyrir að foreldrar sæki barnið sitt á laugardagskvöld þar sem ekki er gert ráð fyrir heimkeyrslu í þetta skiptið.

Áfengis-og tóbaksneysla er óheimil líkt og á öllum viðburðum félagsmiðstöðvanna svo og neysla orkudrykkja. Það verður mjög strangt tekið á því ef þessar reglur eru brotnar.   Veitingasala verður á staðnum sem selur pítsur nammi og gos.

Áætlaður kostnaður vegna ferðarinnar er kr. 16.000.- innifalið í því er aðgöngumiði á söngkeppnina, tvær máltíðir, morgunmatur, ball, gisting og rúta.

Vasapeningur er leyfður, en ekki skylda.

Gist verður í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli.

Skráning fer fram á unglingar.krummi.is, athugið að skráning verður að vera komin fyrir fimmtudaginn 19. febrúar nk.

Þetta er langstærsti viðburður fyrir unglinga á Íslandi.  Þarna mæta flestar félagsmiðstöðvar landsins og saman verða komnir um 4000 unglingar.  Gæsla og eftirlit á staðnum er mjög gott en sem dæmi má nefna að það er rúmlega 1 starfsmaður á hverja 15 unglinga.

Með kveðju

Ingibjörg Isaksen
S. 895-9611
bibi@krummi.is

 

Ég hef fengið leyfi foreldra og ætla að skrá mig í suðurferðina

Comments Closed