Fyrsti tölvuklúbburinn !!!

Kæru tölvuklúbbsmeðlimir.

Í kvöld kl. 18:00 hef fyrsti tölvuklúbbur Hyldýpis og verður að venju til kl. 23:30. ATH!!! Það eru ekki rútur heim.

Þeir sem hafa hug á að panta sér pizzu þá set ég tengil á pöntunina hér. Ég hef því miður ekki fengið endanlegt verð í pizzurnar svo verðin eru til viðmiðunar. Þau ættu ekki að hafa breyst mikið. Það er mikilvægt fyrir alla að vita að að það er engin skylda að panta pizzu og þeir sem koma með nesti fá sérstök rokkstig frá mér. Það er samt mikilvægt að hafa eitthvað að borða því þetta er langur tími.

Tölvuklúbbar eru ekki eingöngu fyrir tölvunörda og undanfarin ár hefur hann breyst í skemmtilegan hitting fyrir unglinga Hyldýpis. Þar sem margir mæta og ég er bara einn er ekki leyfilegt að hafa með sér gesti. Endilega hafið með ykkur playstation tölvurnar, singstar, og allt annað sem þið teljið geta verið skemmtilegt fyrir ykkur og jafnvel aðra.

Klúbbagjaldið fyrir haustönn er 1000 kr.

Endilega sýnið foreldrum ykkar þessi skilaboð.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfyvKnXQLBrKHM6xn…/viewform

 

Comments Closed