Fyrsti tölvuklúbburinn !!!

Kæru tölvuklúbbsmeðlimir.

Í kvöld kl. 18:00 hef fyrsti tölvuklúbbur Hyldýpis og verður að venju til kl. 23:30. ATH!!! Það eru ekki rútur heim.

Þeir sem hafa hug á að panta sér pizzu þá set ég tengil á pöntunina hér. Ég hef því miður ekki fengið endanlegt verð í pizzurnar svo verðin eru til viðmiðunar. Þau ættu ekki að hafa breyst mikið. Það er mikilvægt fyrir alla að vita að að það er engin skylda að panta pizzu og þeir sem koma með nesti fá sérstök rokkstig frá mér. Það er samt mikilvægt að hafa eitthvað að borða því þetta er langur tími.

Tölvuklúbbar eru ekki eingöngu fyrir tölvunörda og undanfarin ár hefur hann breyst í skemmtilegan hitting fyrir unglinga Hyldýpis. Þar sem margir mæta og ég er bara einn er ekki leyfilegt að hafa með sér gesti. Endilega hafið með ykkur playstation tölvurnar, singstar, og allt annað sem þið teljið geta verið skemmtilegt fyrir ykkur og jafnvel aðra.

Klúbbagjaldið fyrir haustönn er 1000 kr.

Endilega sýnið foreldrum ykkar þessi skilaboð.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfyvKnXQLBrKHM6xn…/viewform

 

Tölvuklúbbur

Tölvuklúbbur verður á morgun fimmtudaginn 30. apríl. Tölvuklúbburinn hefst stundvíslega kl. 18:00 og verður til 23:30. Engar rútur. Við ætlum að vera búin að græja pizzur fyrir kvöldið þannig að þið verðið að skrá ykkur á pizzu fyrir hádegi á morgun.  Komið svo helst með pening á klúbbinn.

Hér getið þið farið í pizzupöntunarformið:

eða skrá bara beint hér inn:

Skráning á Samfesting 2015 í Reykjavík

SamFestingurinn 2015 fer fram dagana 13. – 14. mars í Laugardalshöllinni.

Viðburðurinn verður með nokkuð hefðbundnu sniði, þ.e. fer fram á svipaðan hátt og undanfarin ár. Dansleikur/tónleikar verða haldnir á föstudeginum 13. mars frá kl. 19-23 og svo söngkeppnin laugardaginn 14. mars frá kl. 13-16.

Vegna fjöldatakmörkunar miða er þessi ferð einungis ætluð 9. og 10. bekk.  Ástæðan er að miðafjöldi er takmarkaður á þennan viðburð og hefur okkur alltaf reynst erfitt að fá nægilega marga miða.

Rúta fer frá Hrafnagilsskóla klukkan 10:00, föstudaginn 13. mars. Foreldrar þurfa því að sækja um leyfi frá skóla fyrir börnin sín eftir kl. 10 á föstudag.

Gert er ráð fyrir að foreldrar sæki barnið sitt á laugardagskvöld þar sem ekki er gert ráð fyrir heimkeyrslu í þetta skiptið.

Áfengis-og tóbaksneysla er óheimil líkt og á öllum viðburðum félagsmiðstöðvanna svo og neysla orkudrykkja. Það verður mjög strangt tekið á því ef þessar reglur eru brotnar.   Veitingasala verður á staðnum sem selur pítsur nammi og gos.

Áætlaður kostnaður vegna ferðarinnar er kr. 16.000.- innifalið í því er aðgöngumiði á söngkeppnina, tvær máltíðir, morgunmatur, ball, gisting og rúta.

Vasapeningur er leyfður, en ekki skylda.

Gist verður í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli.

Skráning fer fram á unglingar.krummi.is, athugið að skráning verður að vera komin fyrir fimmtudaginn 19. febrúar nk.

Þetta er langstærsti viðburður fyrir unglinga á Íslandi.  Þarna mæta flestar félagsmiðstöðvar landsins og saman verða komnir um 4000 unglingar.  Gæsla og eftirlit á staðnum er mjög gott en sem dæmi má nefna að það er rúmlega 1 starfsmaður á hverja 15 unglinga.

Með kveðju

Ingibjörg Isaksen
S. 895-9611
bibi@krummi.is

 

Ég hef fengið leyfi foreldra og ætla að skrá mig í suðurferðina

Skráning á Samfesting 2014 í Reykjavík

Nú fer að líða að suðurferð á hina vinsælu söngkeppni SamFestinginn.  Um er að ræða annars vegar ball sem haldið er föstudagskvöldið 7. mars og hins vegar söngkeppnina sem verður laugardaginn 8. mars.  Haldið verður heim að keppni lokinni.

Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í fyrra.  Óðinn (faðir Birkis) og Inga kona hans munu vera fararstjórar en þau fylgdu hópnum einnig í fyrra.
Farið verður frá Hrafnagilsskóla á föstudagsmorgni og komið aftur að kvöldi laugardags.  Gist verður í Frostaskjóli líkt og í fyrra.  Reynt verður að halda kostnaði niðri eins og hægt er. Til viðmiðunar má nefna að kostnaðurinn í fyrra var 16.000kr. innifalið í því var aðgöngumiði á söngkeppnina,tvær máltíðir, morgunmatur, ball, gisting og rúta.
Við höfum fengið 30 miða úthlutaða og erum á biðlista fyrir 10 í viðbót. Reglan hefur verið sú undanfarin ár að 9. og 10. bekkur ganga fyrir en auðvitað munum við reyna okkar allra besta til að allir komist sem vilja.
Á morgun verður skráningaform sett inn á netið þar sem krakkarnir geta skráð sig.
Áfengis-og tóbaksneysla er óheimil líkt og á öllum viðburðum félagsmiðstöðvanna svo og neysla orkudrykkja. Það verður mjög strangt tekið á því ef þessar reglur eru brotnar.
Skráning fer fram með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Athugið að skráning verður að vera komin fyrir miðvikudaginn 12. febrúar nk.
Þetta er langstærsti viðburður fyrir unglinga á Íslandi.  Þarna mæta flestar félagsmiðstöðvar landsins og saman verða komnir um 4000 unglingar.  Gæsla og eftirlit á staðnum er mjög gott en sem dæmi má nefna að það er rúmlega 1 starfsmaður á hverja 15 unglinga.
Athugið að vetrarfrí skólans er 5.-7. mars nk.

Ég hef fengið leyfi foreldra og ætla að skrá mig í suðurferðina

Samfestingur 2014 – ferðatilhögun

Sæl verið þið.

Þessi póstur er sendur á alla foreldra á unglingastigi Hrafnagilsskóla. Foreldrar unglinga sem ekki eru að fara á Samfesting í Reykjavík um næstu helgi þurfa ekki að lesa lengra.

 

Hér kemur ferðatilhögun Samfestings 2014. Athugið að tímar eru eingöngu til viðmiðunar. Þeir sem ekki koma með okkur suður verða að vera komnir í Frostaskjól kl. 17:45. Heildarkostnaður ferðainnar er 14.000 kr. Þeir sem fara aðra leið með rútu greiða fullt gjald í rútuna (5.000 kr.).

 

Ferðakostnað þarf að greiða fyrir þriðjudag. Muna að tilgreina fyrir hvað og hvern er verið að greiða (t.d. Samfestingur – Jón Smári).
Reikningsnúmerið er: 566-26-5560
Kennitala: 410191-2029

Gengið er út frá því að þeir sem fara með okkur suður og/eða fara með okkur á ballið gisti með okkur í Frostaskjóli.  Ef einhver gistir annars staðar í borginni verða foreldrar að hafa samband við okkur og staðfesta það.
Rútan fer frá Hrafnagilsskóla á föstudag og kemur að Hrafnagilsskóla á laugardagskvöldi. Foreldrar þurfa því að koma unglingum sínum í skólann á föstudag og sækja á laugardagskvöld þar sem ekki er gert ráð fyrir heimkeyrslu.

Fararstjórar eru:
Hans Rúnar Snorrason – GSM: 8602064
Inga Björk Harðardóttir: GSM: 8621094
Jón Óðinn (Ódi) Waage: GSM: 8985558

Hér kemur svo nánari tímaáætlun.

Föstudagur 7. mars:
Kl. 09:00 Brottför frá Hrafnagilsskóla. Vera komin vel fyrir !
Kl. 13:00 Miðdegisverður í Borgarnesi, Quiznos.
Matseðill, allir að velja sér áður en farið er
af stað: http://www.quiznos.is/pages/batar.html
Kl. 15:00 Komið til Reykjavíkur.
Gist er í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli.
Byrjum á að koma farangri fyrir og
förum síðan í sund.
Kl. 16:30 Vestubæjarlaug allir gera sig klára fyrir ballið.
17:00 Borðum pizzu í félagsmiðstöðinni fyrir keppni.
Kl. 18:30 Mæting í Laugardalshöll.
Kl. 19:00 Ballið byrjar.
Kl. 23:00 Ballið endar.
Kl. 23:30 Kvöldnasl – Frjálst val í Hagkaup (kaupa einnig morgunmat)
Laugardagur 8. mars:
Kl. 08:30 Morgunmatur.
Kl. 09:00 Farið í sund í Vesturbæjarlaug.
Kl. 10:00 Gengið frá Frostaskjóli. Farið í Kringluna, frjáls tími fram til kl. 12:00
Kl. 12:15 Brottför úr Kringlunni.
Kl. 12:30 Mæting í Laugardalshöll.
Kl. 13:00 Söngkeppni byrjar.
KL. 16:00 Söngkeppni endar.
Kl. 16:30 Miðdegisverður, KFC.
Kl. 22:30 Heimkoma.

Fyrsti tölvuklúbbur haustannar 2013

Kæru nördar og allir hinir á unglingastigi. Föstudainn 20. september verður fyrsti tölvuklúbbur haustannar. Klúbburinn verður frá kl. 18:00 til 23:30. Þar sem þetta er langur tími er mjög gott að taka með sér nesti. Ef einhverjir ákveða að panta saman pizzur er það í lagi en það er alls ekki skylda. Athugið það er EKKI ekið heim.

Söngkeppni félagsmiðstöðva Norðurlands

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi verður haldin á Ólafsfirði þann 25. janúar. Rúta fer frá Hrafnagilsskóla klukkan 17:30. Söngkeppnin hefst klukkan 19:00, eftir hana er ball en því lýkur klukkan 23:00.

Veitingasala verður á staðnum sem selur pítsur nammi og gos.

Rúta fer heim strax að balli loknu. Þar sem aðeins um eina rútu er að ræða keyrir hún Eyjafjarðarhringinn.

Áfengis-og tóbaksneysla er óheimil líkt og á öllum viðburðum félagsmiðstöðvanna svo og neysla orkudrykkja. Það verður mjög strangt tekið á því ef þessar reglur eru brotnar.

Kostnaður vegna fararinnar er kr.3000.- innifalið í því er aðgöngumiði á söngkeppnina, ball og rúta.

Reglur Samfés um klæðaburð:

  • Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær EKKI niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggins sem ná niður á ökkla (s.s. hjólabuxur ekki í lagi).
  • Varast skal að klæðast of flegnum bolum eða kjólum.
  • Ekki er leyfilegt að vera með skyrtur alveg fráhnepptar né að vera ber að ofan.
  • Vanda skal val á skóm og beita skynseminni í þeim efnum.

Með kveðju

Ingólfur Stefánsson og Ingibjörg Isaksen
S. 659-1196 – 895-9611
ingolfur@akureyri.is
bibi@krummi.is