Um félagsmiðstöðina Hyldýpið

Félagsmiðstöðin er staðsett í kjallara Hrafnagilsskóla.  Markhópur félagsmiðstöðvarinnar eru unglingar í 8.-10. bekk Hrafnagilsskóla.

Áherslurnar í félagsmiðstöðvarstarfinu eru á samvinnu, gagnkvæma virðingu, reynslunám og að veita unglingum vettvang og tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd, gefa þeim tækifæri til að auka félagslegan þroska sinn, vinna að áhugamálum og fást við skemmtileg verkefni.

Upplýsingar um dagskrá félagsmiðstöðvarinnar má sjá hér að neðan auk þess sem hægt er að fá nánari upplýsingar hjá starfsmönnum félagsmiðstöðvar.

Dagskrá Hyldýpis – Vorönn 2016 (prentvænt Google Docs skjal).

Starfsmaður félagsmiðstöðvar:
Heiða Hansdóttir s. 863-1671
heidahansd@gmail.com

Yfirmaður félagsmiðstöðvar:
Ingibjörg Isaksen s. 896-4648
bibi@krummi.is

Comments Closed