Sportabler

SPORTABLER TAKES OVER FROM STARI | Mjölnir MMA

Flestir foreldrar og forráðamenn barna og unglinga þekkja Sportabler-kerfið sem er sérstaklega hannað til að halda utan um starfsemi íþróttafélaga. Öll samskipti, greiðslur og upplýsingar um viðburði eins og æfingar og mót er hægt að setja inn í kerfið og þar með er hægt að hætta með ýmsar samskiptasíður á Facebook. En kerfið er líka hægt að nýta í aðra starfsemi eins og félagsmiðstöðvar og hefur kerfið verið tekið í notkun t.d. í félagsmiðstöðvum Kópavogsbæjar.

Við ætlum að nota kerfið til að setja inn hefðbundna viðburði, stærri greiðsluviðburði eins og NorðurOrg og SamFés, merkja við mætingu og færa öll bein samskipti þangað inn.

Skrá þarf alla þá sem taka þátt í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í kerfið og það er gert með því að fara í „verslun“ Hyldýpis hér fyrir neðan.

Verslun Hyldýpis

Athugið að ef þið hafið ykkar unglinga í kerfinu fyrir t.d. vegna íþróttaiðkunar, þurfið þið ekki að gera neitt annað en að „versla“ en þeir sem hafa það ekki þurfa að nýskrá sig sem foreldra-forráðamenn og/eða viðkomandi ungling.

Þá mælum við sterklega með því að Sportabler smáforritinu sé hlaðið niður í snjalltæki og er hægt að nálgast þau hér fyrir neðan.

Ef þið rekist á einhverja hnökra í kerfinu þá endilega sendið póst á karlj@esveit.is.

Hjálparsíða Sportabler