NorðurOrg er forkeppni Söngkeppni Samfés sem fram fer á Norðurlandi. Félagsmiðstöðvar á svæðinu skiptast á að halda keppnina en mörg hundruð krakkar af Norðurlandi koma þar saman.
Hyldýpi býður nemendum 8. bekkjar að taka þátt í þessari ferð en takmarkar þátttöku á Samfestingnum við 9. og 10. bekk.
Í samræmi við tilmæli frá Samfés fá þeir miða á viðburðinn sem eru duglegir að taka þátt í starfsemi Hyldýpis og virða þær reglur sem þar gilda. Aðeins þeir sem gera þetta eiga kost á því að fá miða.
Hámarksfjöldi sem Hyldýpi getur sent á NorðurOrg eru 34 þar sem aðeins mega 17 krakkar vera á hvern starfsmann sem fer með.