Aldurstakmörk á bíómyndum og tölvuleikjum

Vegna eðlis starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og aldurssamsetningar hennar er nauðsynlegt að setja skýrar reglur varðandi aldurstakmörk fyrir bíómyndir og tölvuleiki. Það er erfitt að heimila hluta þátttakenda að horfa á myndir og spila tölvuleiki sem eru bannaðir fyrir aðra þátttakendur í starfinu.

Vegna þess gildir sú ákvörðun að aðeins er heimilt að horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki sem eru fyrir 12 ára og eldri.

Foreldrar eru beðnir um að aðstoða stjórnendur félagsmiðstöðvarinnar við að halda þessar reglur.