
Félagsmiðstöðin Hyldýpi er aðili að Landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, Samfés. Til að geta verið aðili að samtökunum þarf að uppfylla ýmis skilyrði.
Jafnframt er Hyldýpi aðili að samstarfi félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem saman halda NorðurOrg, sem er forkeppni Söngkeppni Samfés og haldin til skiptis á nokkrum stöðum á Norðurlandi.
Árlega heldur Samfés ýmsa viðburði sem félagsmiðstöðvarnar geta tekið þátt í. Hæst ber SamFestingurinn sem er lokakeppni Söngkeppni Samfés og ball í Laugardalshöll. Þangað hefur Hyldýpi sent hópa síðustu ár. Um er að ræða einskonar uppskeruhátíð vetrarins og mikið lagt í ferðalagið.
Veturinn 24-25 sendi Hyldýpi í fyrsta skiptið lið í Stíl – hönnunarkeppni Samfés og tókst það frábærlega.
Samfés sendi út tilmæli til aðildarfélaga sinna þar sem fram kemur hverja samtökin telja að eigi að fá úthltað aðgöngumiðum á stóru viðburðina eins og Samfestinginn:
„Það er gott að hafa í huga að Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi en ekki grunnskóla Íslands. Þannig að þegar að þið farið að úthluta miðum eru það vinsamleg tilmæli Samfés að þeir unglingar gangi fyrir sem sækja félagsmiðstöðina, eru virk í starfinu og fara að ykkar reglum. Þessi tilmæli eru fyrst og síðast sprottin af öryggissjónarmiðum. Mestar líkurnar eru á því að það starfsfólk sem fylgir unglingunum á hátíðina þekki unglingana sína og geti greint þá frá öðrum í fjöldanum.“
Annars er viðburðaáætlun Samfés veturinn 25 – 26 svona:
