Skráning á NorðurOrg

Nú fer að styttast í NorðurOrg sem í ár verður haldið í Hofi á Akureyri föstudaginn 24. janúar. Við förum að sjálfsögðu saman að horfa á stelpurnar okkar flytja lagið sitt. Við munum öll fara saman með rútu í bæinn til að halda hópinn. 

Hér er skipulag kvöldsins:
kl. 17:30 Mæting í Hrafnagilsskóla
kl. 18:00 Brottför
kl. 18:30 Húsið opnar
kl. 19:00 Söngkeppnin hefst
kl. 21:00 Söngkeppni lokið
kl. 21:00 Ballið byrjar í öðrum sal
kl. 23:00 Ballinu lýkur

Húsið mun loka þegar söngkeppnin byrjar. Það er ekki leyfilegt að fara út úr húsinu eftir að keppnin byrjar nema með sérstöku leyfi starfsmanns.
Veitingasala verður á staðnum. Við höfum ekki fengið upplýsingar um hvort það verður posi á staðnum. Við skulum ekki gera ráð fyrir því svo komið með lausan pening með ykkur.
ATH. Fatahengið verður ekki vaktað

Starfsmenn ferðarinnar eru:
Heiða Hansdóttir
Skúli Bragi Geirdal


Miðaverð er 2000kr sem þarf að greiða fyrir 17. janúar inn á reikning: 
0370-13-001398
Kt. 110397-3219
Vinsamlegast setjið nafn í útskýringu

Þeir sem ætla með í þessa ferð þurfa að skrá sig hér fyrir 17. janúar
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdNUaKfKPf_SegvOrX5yoGfBP6ojVSTXHukmc6yrhb4ypkhoA/viewform